Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vor feðra trú

1. Vor feðratrú enn tendrar ljós
í trúum hjörtum eins og fyrr,
þrátt fyrir ofsókn, bál og brand
hún bugast ei, né stendur kyrr.
Feðranna trú, á bjargi byggð,
vér bindum við þig ævitryggð.

2. Vér sjáum heilagt hetjulið,
sem hyllti þig með lífi' og sál.
Þeim ægði' ei hatur, ofsókn, stríð,
né eldsins kvöl, né banastál.
Feðranna trú, á bjargi byggð,
vér bindum við þig ævitryggð.

3. Vér sjáum menn, er sokknir djúpt
í syndanauð, en fyrir þig
samt risu' á fætur frjálsir menn
og fundu lífsins eina stig.
Feðranna trú, á bjargi byggð,
vér bindum við þig ævitryggð.

4. Vor feðratrú, hve fagran hljóm
þú fær á barnsins skírnarstund,
er játum vér þín undurorð
með ást og von í bljúgri lund.
Feðranna trú, á bjargi byggð,
vér bindum við þig ævitryggð.

5. Þú ert hin mikla eining sú,
sem eina gjörir kirkju' á jörð,
og milli alda ertu brú
og allra þjóða sáttargjörð.
Þú niðja vorra verður skjól,
uns veröld ferst og slokknar sól.

Faber  - Friðrik Friðriksson

Hljóðdæmi