Samkomur á sunnudögum klukkan 11:00 frá og með 9. janúar

Við lifum ótrúlega tíma og það hefur verið áskorun að halda úti safnaðarstarfi síðastliðin tvö ár, ekki síst vegna stöðugra breytinga á samkomutakmörkunum. Við leggjum okkur þó fram um að vinna með stöðuna á hverjum tíma vitandi það að ástandið tekur enda um síðir.  

Núverandi reglur bjóða upp á að húsið sé opið sé farið skýrt eftir reglum um samkomuhald og hólfaskiptingu. Við viljum reyna eins og við getum að gera fólki kleift að mæta til kirkju og því hefur verið ákveðið að hafa opið enn á ný. Ferlið er skilvirkt en mikilvægt er að allir fylgi fyrirmælum svo það gangi upp. Sé reglunum fylgt er ekki þörf á hraðprófi.


1. Salnum er skipt upp í nokkur hólf sem öll taka 50 manns eða færri. Hólfin eru aðskilin um a.m.k. 1 metra.

2. Við komu er gestum því vísað til ákveðins svæðis. Þar tekur samkomuþjónn á móti gestum og leiðbeinir þeim. Gestir fylla m.a. sjálfir út blað með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer.

3. Hvert hólf hefur ákveðið salerni sem það hefur aðgang að en má ekki nota önnur salerni hússins.

4. Ekki er leyfilegt að fara á milli hólfa.

5. Í lok samkomu fer eitt hólf úr húsinu í einu og er því ferli stýrt frá sviði.

6. Grímuskylda er allan tímann.

7. Við biðjum þá sem hafa flensueinkenni að bíða með að mæta að sinni.

8. Vegna smithættu er mikilvægt að huga að almennum smitvörnum, halda góðri fjarlægð milli ótengdra aðila og sleppa í bili allri snertingu, s.s. handaböndum og faðmlögum.


Við hlökkum til að sjá ykkur í kirkju.
Hvar sem þú ert á göngu lífsins
þá skiptir þú máli og líf þitt hefur tilgang.
Í Fíladelfíu viljum við gjarnan hjálpa til við
að fá svör við þeim spurningum sem þú hefur
um lífið og trúna.
'