Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki."

Matteus 19:14

Á hverjum sunnudegi fer fram skemmtilegt og fræðandi barnastarf fyrir börn á aldrinum 3-12 ára.
Börnin mæta með fullorðnum á samkomuna í aðalsal kirkjunnar. Eftir um 15 mínútur fara börnin í fylgd starfsmanna niður af samkomunni í barnastarfið. Þetta er áberandi hluti af samkomunni og fer ekki framhjá neinum. Gert er ráð fyrir að foreldrar sæki börnin um leið og samkomu lýkur.

Hvernig fer barnastarfið fram?

0-2 ára

Foreldraherbergi
Smelltu til að stækka
Fyrir foreldra með börn sem eru of ung til að fara í barnastarfið er góða aðstöða aftast í aðalsalnum. Inngangur í herbergið er í andyrri kirkjunnar.
Börnin hafa leikföng og félagskap hvert af öðru, stór gluggi er úr herberginu sem gefur gott útsýni inn í samkomusalinn, en hljóð af samkomunni er beintengt í hátalara í herberginu. Einnig er sjónvarp sem sýnir beina útsendingu af samkomunni.
Í herberginu eru þægileg sæti, hentug aðstaða fyrir mæður með börn á brjósti. Einnig er skiptiborð í herberginu.

3-8 ára

Börnin mæta með fullorðnum inn á samkomuna í aðalsalnum. Þegar u.þ.b. 15-20 mínútur er liðnar af samkomunni fara börnin saman í barnastarfsálmuna á miðhæð kirkjunnar í fylgd með barnastarfsmönnum. Foreldrar mega að sjálfsögðu koma með.  Gert er ráð fyrir að foreldrar sæki börnin í lok samkomunnar.
Dagskráin  byggist upp á kennslu, bæn,  söng og leik.

9-12 ára

Börnin mæta með fullorðnum inn á samkomuna í aðalsalnum. Þegar u.þ.b. 15-20 mínútur er liðnar af samkomunni fara börnin saman í barnastarfsálmuna á miðhæð kirkjunnar í fylgd með barnastarfsmönnum. Foreldrar mega að sjálfsögðu koma með.  Byrjað er á kennslu og söng með öllu barnastarfinu. Eftir það fara 9-12 ára börnin niðurá neðstu hæð kirkjunnar þar sem þau fá dagskrá við sitt hæfi.  Gert er ráð fyrir að foreldrar sæki svo börn sín í lok samkomunnar.

Leiðtogi barnastarfs Fíladelfíu

Kristín Jóna Kristjónsdóttir