Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
EHR námskeið hefst í Fíladelfíu miðvikudaginn 25. janúar kl. 19:30.

Breyttu samskiptum þínum við aðra á djúpstæðan hátt.

Þetta öfluga átta vikna námskeið mun færa þér hagnýt verkfæri til að sýna kærleika í erfiðum aðstæðum og verða þroskaður lærisveinn Jesú.
EHR námskeiðið er framhald af námskeiðinu EHS (Emotionally Healthy Spirituality) sem margir í kirkjunni hafa sótt og er það mikilvægur grunnur fyrir þetta framhaldsnámskeið.

 
Námskeiðið Emotionally Healthy Relationships (tilfinningalega heilbrigð sambönd) byggir á kjarnagildum Biblíunnar og leggur grunn að heilbrigðum samskiptum. Á námskeiðinu er farið yfir átta hagnýt atriði í samskiptafærni sem leiða til kærleiksríkari og dýpri sambanda við aðra. Sem dæmi má nefna:
  • Að hætta hugsanalestri og tala skýrt um væntingar
  • Virk hlustun
  • Hreinskilni og heiðarleiki í ágreiningi

Það er ekki hægt að aðskilja það að elska Guð og elska annað fólk og því er einnig lögð áhersla á að hver og einn vaxi í samfélaginu við Jesú með því að eiga daglegar kyrrðarstundir með honum í bæn og lestri orðsins.


Skráning í síma 535 4700 eða með tölvupósti á filadelfia@filadelfia.is
Ath. lokadagur til að skrá sig á námskeiðið er föstudagurinn 20. janúar.



Emotionally Healthy Relationship