Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Við Jesú kross

1. Við Jesú kross ég frið hef fundið.
Því fargi, sem að lá á mér,
hans kraftur af mér hefir hrundið,
og horfin syndabyrðin er.

Kór: Með söng á vörum, söng í hjarta,
ég sæll með Jesú geng minn veg
og draumalandið dýrðarbjarta
hvern dag, sem líður, nálgast ég.

2. Í Jórdans öldum allt hið gamla
og allt hið spillta burt er máð.
Og ekkert minni önd má hamla
að öðlast Jesú frið og náð.

3. Hann lyfti mér í ljóssins veldi
og lagði mig að brjósti sér.
Hann skírði mig með andans eldi,
og aldrei víkur hann frá mér.

4. Það máttu, kæri vinur, vita
hvað veldur minni gleði hér:
Mín sál er laus við sorgarhita,
því sjálfur Jesús hjá mér er.

Egon Zandelin - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi