Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú hefur elskað

1. Þú hefir elskað eilífð frá
oss þín börnin, Drottinn minn,
fest oss sér til eiginorðs
alla hefir sonur þinn.
Hvílir sál af syndum kvitt
sæl við hjarta brúðgumans,
syngur hólpin, himinglöð:
Hann er minn og ég er hans.

2. Aldrei loftið eins var blátt,
aldrei jörðin grænni´ að sjá,
aldrei ljóssins litaskraut
ljóma fyrr svo skært ég sá.
Blómið hvert svo skært nú skín,
skærri´ er söngur vorboðans,
því nú hljómar huggun mín:
Hann er minn og ég er hans.

3. Og í háum heimsins glaum
hvíldin er mér jafnan föl,
því í faðmi frelsarans
flýr mig sorg og allt mitt böl.
Ó, sú himnesk hugarfró,
hún er styrkur vegfarans,
honum er það huggun nóg:
Hann er minn og ég er hans.

4. Hans um eilífð, aðeins hans,
enginn skilur hann frá mér,
réttlætisins skrúði skær,
skartið æðst mér búið er.
Hverfur jörð sem fjúki fis
fyrir ásján skaparans,
en sú huggun hljómar æ:
Hann er minn og ég er hans.

Wade Robinson - Friðrik Friðriksson.

Hljóðdæmi