Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sælir eru þeir sem þjóna Drottni

1. Sælir eru þeir, sem þjóna Drottni,
þeir, sem trúa eins og Abraham,
þótt á tímans hafi bylgjur brotni,
beint að ljóssins strönd þeir sækja fram.
Sælir þeir, er geyma´ í hreinu hjarta
herrans orð, er veitir líf og frið,
því að gegnum sorgarmyrkrið svarta,
sjá þeir opið Paradísarhlið.

2. Biblíunnar hetjur höfðu fæstar
heimsins gæfu, veldi, dýrð og auð,
stóra akra eða hallir glæstar,
óhófsgildi, skarlatsklæði rauð.
En Guðs vinir áttu annað betra:
Óbilandi trú og hugarró.
Almáttugur Drottinn lét þá letra
lífsins orð, er veitir kraft og fró.

3. Sá, sem vill í herrans augum hækka,
honum þjóna dyggilegast hér,
verður sjálfan sig að lítillækka,
launa illt með góðu, hvar sem er.
Ljúfi Drottinn lætur vini sína
löngum þola bitra sorg og raun.
Auglit hans á himni mun þeim skína,
hann þeim veitir dýrðleg sigurlaun.

4. Engar heimsins unaðssemdir jafnast
á við það, að bera Jesú kross.
Vér á himni munum saman safnast
senn, er herrann Jesús kallar oss.
Öll vor sorg og mæða þá mun þverra,
þar oss fagnar ljóssins englaher.
Drottinn Jesús, himnaríkis herra,
hallelúja! Lof og dýrð sé þér!

Emil Gustavsson – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi