Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, kom, ó, kom til Jesú

1. Ó, kom, ó, kom til Jesú,
ó, kom til frelsarans!
Svo ljúft til ljóssins heima
þér lyftir krossinn hans.
Hví vilt þú áfram vera
svo varnarlaus og einn?
Ef enn það dregst, þú yrðir,
þá ef til vill of seinn.

Kór: Kom þú, ó, kom í dag!
Hann kæran vin þig kallar,
ó, kom til hans í dag!

2. Þín vegna var hann særður,
þín vegna dó ´hann hér.
Ó, vinur, hve hann vildi
þig vefja´ í örmum sér.
Hve önd þín unga mætti
hans ástar njóta þá.
Og heyra ´hið milda hjarta
svo hlýtt þér móti slá.

3. Ef vinar viltu leita,
hann vinur bestur er.
Hann megnar böl að bæta,
hann blessun veitir þér.
Hann gefur hjartans gleði,
hann gefur ljúfan frið.
Hann veitir eilíft yndi,
sem ekkert jafnast við.

4. Ef lífsins viltu leita,
hann lífsins vegur er.
Hann græðir sár er svíða,
hann syndir þínar ber.
Á krossi lét hann lífið,
hann lét það fyrir þig,
svo að þú alltaf mættir
hans elsku lifa við.

Lina Sandell - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi