Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Nú hef ég fundið

1. Nú hef ég fundið frið og náð,
Guðs frelsi birtist mér á láð.
Hann kom með líf og leysti mig.
Hann lét á krossinn negla sig.

Kór: Náð þín, Drottinn, ný og sönn,
næg er mér í dagsins önn.
Dreyra lindin, Drottinn, þín,
dag og nótt er hjálpin mín.

2. Við krossinn þinn ég krýp í dag,
þá kært mér hljómar sigurlag.
Við blóð þitt, Jesús, fæ ég frið
og frelsi eilíft, líf og grið.

3. Opinn er faðmur frelsarans,
ó, flýt þér, vinur, kom til hans.
Við brjóstið hans þér býðst í dag
að bæta lífs og sálar hag.

4. Kom, vinur, nú og náð hans reyn,
svo nakin sál þín verði hrein.
Lát hönd hans ljúfa leiða þig
frá lífsins hála villustig.

Einar Heidenborg – Sigurður  Pétursson.

Hljóðdæmi