Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Kom þú, ó, kom þú til Jesú

1. Kom þú, ó, kom þú til Jesú,
kvíða og efa burt hrind.
Blóðið, sem rann frá hans síðu,
hreinsar þitt hjarta af synd.

Kór: Halla þér upp að hans hjarta,
hvíl þig við lausnarans brjóst,
brosir þar sólin hin bjarta,
börn Guðs ei finna þar gjóst.

2. Forðastu syndina svarta,
syndin ei veitir þér hlíf,
heimurinn tælir þitt hjarta,
helgaðu Guði þitt líf.

3. Dýrmætur lífstíminn líður,
líður og kemur ei meir,
dauðinn með brandinn sinn bíður
blóm hvert, sem lifnar, það deyr.

4. Tíminn hann líður og líður,
loks þegar heim komum vér.
Himneski brúðguminn blíður
brúðina faðmar að sér.

Kór: (við síðasta vers).

5. Harmanna húmskýjum ofar
himneska sælu ég finn.
Önd mín með englum þig lofar,
algóði frelsari minn.

T. B. Barratt – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi