Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesú nafn um aldir alda

1. Jesú nafn um aldir alda
unað veitir Drottins hjörð.
Á því tímans tönn ei vinnur,
tendrar ljós á vorri jörð.
Jesú nafn með undraafli,
allar sálir dregið fær,
inn að Drottins ástarhjarta,
alsælunnar himni nær.

Kór. Nafn þitt, Jesús, ég vil elska,
Jesú nafn er huggun mín,
í hans nafni fann ég frelsi,
frið sem aldrei, aldrei dvín.

2. Jesú nafn skal hærra, hærra
hljóma yfir vorri jörð.
Jesú nafn, og ekkert annað,
eflir Drottins litlu hjörð.
Hrekur burtu hatrið blinda,
hrelldum sálum veitir frið,
gefur þrek og þrótt að stríða,
þeim, sem elska réttlætið.

3. Jesú nafn með ljúfum ljóma
líkt og morgunstjarnan skær,
yfir veginn villugjarna
vonarbjörtum geislum slær.
Og er sólin aldrei framar,
yljar vora köldu jörð,
Jesú nafn um aldir alda,
alsæl tignar Drottins hjörð.

Bjarni Jónsson kennari

Hljóðdæmi