Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hve djúpt, ó, hve djúpt

1. Hve djúpt, ó, hve djúpt ég er sokkinn í synd,
mín sál bljúg að krossinum flýr.
Minn blessaði Jesús, þín blóðuga mynd
að mér blíðleg og náðarfull snýr.

Kór: Ó, krossfesta Guðslamb,
:,: þitt blóð :,: þitt blæðandi lífsæða flóð.
Frá Golgata streymir í önd mína inn,
það mér iðrandi svölun er góð.

2. Ég verðskulda glötun, því Guð hef ég styggt,
ég get ekki eymd mína bætt.
En djúpt í þitt höfuð var þyrnunum þrykkt,
aðeins það fær við Drottin mig sætt.

3. Þín andvörp á Golgata gagntaka mig,
ég get ei mót ást þinni strítt.
Sú elska er knúði í krossdauðann þig,
hefir klakann úr sál minni þítt.

4. Þú einn sér mín brennandi iðrunartár,
þeim auðmjúku náð veitir þú.
Ó, blessaða Guðs lamb, þín blæðandi sár
vil ég biðjandi faðma í trú.

Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi