Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hefur þú reynt

1. Hefur þú reynt, er hjartað var helsært,
leitað hælis við frelsarans kross?
Og í trúnni þar tekið við náð Guðs,
skipt á tárum við sælunnar hnoss?

Kór: Já, ég hef reynt það, og reynslan sýnir,
í  raunum Jesús ei bregðast kann.
Það sem ei mannlegur máttur orkar,
það megnar bæði og gerir hann.

2. Hefir þú reynt að feta´ í hans fótspor
svo að finnir þú himinsins rann?
Hefir þú reynt að það sem var ókleift
gafst þér þrek til í trúnni á hann?

3. Hefir þú reynt, er freistingar fannstu
fast í trúnni þá standa í gegn?
Þó að voldugan eigirðu óvin,
þá einn með Jesú er honum um megn.

4. Hefir þú reynt, er þjáning þú líður,
þreyja hljóður í trú á Guðs son?
Og þig leggja í lausnarans hendur,
þegar læknir þér gaf enga von?

Hans J. Mygind - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi