Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Héðan úr þrældóm

1. Héðan úr þrældóm, þrautum og nauð,
:,: Kristur, ég kem! :,:
Til þín í frelsi, fögnuð og auð,
Kristur, ég kem til þín!
Héðan úr stríði´ í himneska ró,
héðan úr sorg í eilífa fró,
héðan úr synd í sakleysi nóg,
Kristur, ég kem til þín!

2. Héðan úr vesöld, vansæmd og rýrð,
:,: Kristur, ég kem ! :,:
Heim í þinn unað, dásemd og dýrð,
Kristur, ég kem til þín!
Héðan úr kulda´ í hlýjunnar ból,
héðan úr stormi´ í friðarins skjól,
héðan úr myrkri´ í sumar og sól,
Kristur, ég kem til þín!

3. Héðan úr lamandi harmi og þraut,
:,: Kristur, ég kem ! :,:
Flý eins og barn í föðurins skaut,
Kristur, ég kem til þín!
Heim vil ég snúa´ í himininn inn,
heim í hinn ljúfa kærleiksfaðm þinn,
flýg ég sem dúfa, frelsari minn!
Kristur, ég kem, til þín!

4. Héðan úr dimmu, dauða og gröf,
:,: Kristur, ég kem! :,:
Hjá þér ég ljós og líf fæ að gjöf,
Kristur, ég kem til þín!
Héðan úr djúpi´ að himinsins strönd,
heim í þíns friðar indælu lönd,
auglit þitt skært þar skoðar mín önd,
Kristur ég kem til þín!

William T. Sleeper - Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi