Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs stóra, ríka alheimsást

1. Guðs stóra, ríka alheims ást,
:,: hún streymir fram. :,:
Sú undralind, sem aldrei brást,
:,: hún streymir fram. :,:
Með hverri báru blessun ný
þér berst og vonin yndishlý.
Sú lind er kraftur alheim í.
:,: Hún streymir fram. :,:

Kór: :,: Hún streymir fram. :,:
Guðs ást hún streymir, streymir fram!
Ég trúi´ á þig ég tilbið þig.
Guðs ást, hún streymir, streymir fram.

2. Hún græðir syndasárin mín.
:,: Hún streymir fram. :,:
Og þar mér framtíð fögur skín.
:,: Hún streymir fram. :,:
Hún rekur fljótt á flótta nótt,
og fær hún sálu nýjan þrótt.
Við ástarlind þá er mér rótt.
:,: Hún streymir fram. :,:

3. Hún fró mér syngur vinnu við.
:,: Hún streymir fram. :,:
Og huga minn hún fyllir frið.
:,: Hún streymir fram. :,:
Ó, virstu, Drottinn, ljós mér ljá
að lýsa öðrum veginn á
að sælulind, sem sorgir þjá.
:,: Hún streymir fram. :,:

A. Playle - Þorsteinn Gíslason.

Hljóðdæmi