Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Gatan oft með Guði

1. Gatan oft með Guði lá gegnum þrönga dali.
Orð hans sefar alla þrá, eins og móðir tali.
Alltaf á ég yndi, frið, er ég geng við Jesú hlið,
ljóma mér þá lífsins svið - lít ég himinsali.

2. Aðra tíma oft ég fer yfir háa tinda,
himinninn þá heiður er, hlær mér fjöldi mynda.
Opnast sé þá óðul mín, ó, sú mikla guðdóms sýn!
Sæluland við sólu skín, silfurblárra linda.

3. Gatan er þá greið og létt, glóa blóm á vengi,
sálin glöð af sælu mett, syng ég hátt og lengi.
Nótt er hver svo björt og blíð, blikar stjarnan til mín fríð, himinhvolfin heið og víð - hátt ég syng við strengi.

4. Oft hjá vegi liggur ljón, leynist rétt við sporið,
getur samt ei gert mér tjón, Guð mér veitir þorið.
Senn ég fjalli Síon næ, sigurkrans þá gullinn fæ,
sæll með Guðs lýð syng ég æ sólar-eilíft vorið.

Werner Skibsted – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi