Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Frá helgidóminum

1. Frá helgidóminum fljótið fellur
svo fagurtært eins og hreinn kristall.
Með frelsið, lífið, já, fram það svellur
og flytur mönnum Guðs náðarkall.

2. Með mælivað Guðs þar maður kemur
og mælir dýpið fyr´ augum mér.
Sjá, aðeins vatnið að ökklum nemur,
ég undrast, hvað ég stóð lengi hér!

3. Ég einu skrefi sté áfram fleira
og upp að kné mér Guðs straumur gekk.
Ég hafði trú, að ég hlyti meira,
og hallelúja, ég meira fékk!

4. Og áfram Drottinn mig ennþá leiddi
og allt til mjaðma nú vatnið sté
og sigurgleðin hún sorgum eyddi,
því sonur Guðs var mín borg og hlé.

5. Nú flæddi yfir, nú fékk ég andann,
í fljóti Guðs nam ég hvergi grunn.
Ég synti í náð Guðs, með sigri að handan,
og sælan varð mér nú ljós og kunn.

6. Ég finn ei botn, en ég flýt svo glaður
í fylling Guðs anda sérhvern dag.
Ég er nú breyttur, sem annar maður
og andinn syngur mitt brúðkaupslag.

7. Þar kristalsstraumurinn kemur fagur,
þar kemur lífið með gleði og frið.
Þar brosir allt við, sem bjartur dagur,
þar blikar sumarið eilíft við.

Höfundur óþekktur  – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi