Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Far þú Guðs heilaga

1. Far þú Guðs heilaga sæði´ að sá,
sálir í myrkrinu ljósið þrá,
mæl þú við deyjandi mannkyn þjáð:
Mikil er Drottins ást og náð!

Kór: :,: Far Guðs verkmaður þá :,:
út hinu góða sæði´ að sá,
far Guðs verkmaður þá.

2. Þó að þín braut verði þyrnum stráð,
þér mun ei bregðast hans hjálp og náð.
Yfir þér vaka Guðs augu skær,
er þér þá sérhver vegur fær.

3. Þótt þú ei standir í fylking fremst,
fram hjá Guðs augum hið leynda ei kemst,
vinnir þú trúlega verk þitt hér
vel mun þinn faðir launa þér.

4. Far, þó að vanmátt þú finnir þinn,
far, eins og Rut út á akurinn.
Ef til vill finnur þú ax þar enn,
sem eftir skildu heimamenn.

5. Viljirðu leiða til lausnarans
leitandi, frávillta sálu manns,
betri en söngur og bæn er hér
breytni, sem Guði helguð er.

6. Loks er þú kemur til himins heim,
hugglaður mætir þú sálum þeim,
sem hér þú leiddir til lausnarans,
ljóma þær þar í ríki hans.

Eric Bergquvist – Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi