Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Enginn verður hólpinn

1. Enginn verður hólpinn, sem veikur og veill
vill ekki Guðs boði hlýða.
Undir því er komin þín andlega heill,
að þú sért fús til að stríða.
Gegnum þrönga hliðið ganga verður þú,
ganga fram í hreinni, óbilandi trú.
Áfram skaltu keppa og knýja þig fram,
annars er gæfa þín glötuð.

2. Óvinurinn situr um sál þína hér,
sælunnar vill þér ei unna.
Snú þér burt frá öllu, sem óguðlegt er,
yfirgef veraldar-brunna.
Hlýð ei heimsins rödd, sem hrópar: ,,Fylg þú mér!”
Hug þinn ef hún tælir, sál þín glötuð er.
Heldur skaltu keppa, já, keppa, að því,
kórónu lífsins að vinna.

3. Aldrei muntu hásali himnanna sjá,
hlustaðu á hvað ég segi.
Aldrei muntu himnesku höfninni ná,
hafnir þú sannleikans vegi.
Trúin er það eina, er þér bjarga má,
ef þú leitar Guðs með djúpri hjartans þrá.
Trú þú Jesú orðum og treystu hans náð.
Þetta er leiðin til lífsins.

4. Alsælunnar kórónu öðlast munt þú,
ef þú vilt Guðs boði hlýða.
Fyrir ljóssins herra í heilagri trú
hugprúður vinna og stríða.
Hjálp og náð þér veitir himnafaðirinn,
heill og velferð þína annast frelsarinn,
andi Guðs til ljóssins vill laða þinn hug,
sæl er þín sál, ef þú vaknar.

Lars Lindernot – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi