Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eitt sinn ég lifði

1. Eitt sinn ég lifði í ánauð sem þræll,
ástríðum syndanna bundinn.
Fjöturinn brast, ég varð fagnandi sæll,
fagurblá ljómuðu sundin.

Kór: Frjáls, frjáls, fagnandi sæll,
fjötrana Jesús hann leysti.
Frjáls, frjáls, fagnandi sæll
frelsara mínum ég treysti.

2. Tárin mér hurfu af tregandi brá,
trúin bar sól inn í bæinn.
Fullkomna gleði og frið Guðs ég á
flughraðan  liðlangan daginn.

3. Gleðji sig heimur við glerbrotin sín,
glampa af mýrkelduljósum.
Jesús er ljós mitt og jákvæðin mín
jafnt þó að fenni að ósum.

4. Hann er minn styrkur og huggunin bein.
Hann er mér Guðsnáðar-straumur.
Þar fann og bergmál hver einasta ein
ósk mín og von mín og draumur.

Höfundur óþekktur – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi