Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eins og straumlind

1. Eins og straumlind sterkra vatna,
stillt og fögur, djúp og hrein,
er þín sanna elska, Drottinn,
uppsprettan við lífsins stein.

Kór: Fyrir blóðið frelsið á ég,
fyrir trúna á Jesúm Krist.
Hann fékk opnað hliðið gullna,
hans á lófa´ er nafn mitt rist.

2. Eins og dúfa örfum skotin,
eða hind með banaund,
kom ég þínum krossi´ að, Jesús,
kvölin þvarr á samri stund.

3. Himnesk gleði hreif minn anda,
horfin var mín nekt og synd
svo í litlu sem í stóru
sá ég birtast Jesú mynd.

4. Frelsið er sem svanasöngur
sólarbjörtu heiði frá.
Eða hvíld á blómstur bökkum
blárra vatna spegli hjá.

Fredrik Bloom – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi