Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég útlendingur er

1. Ég útlendingur er, mér engin halda bönd,
og heim ég hraða mér að hinni gullnu strönd.
Ég glaður geng minn stig, því Guð, hann sendi mig.
Ég flyt míns konungs friðarboð.

Kór: Ég flyt þann blíða boðskap enn,
sem bæði gleður engla´ og menn.
Sjá, Kristur kallar nú, ó, kom til hans í trú.
Ég flyt míns konungs friðarboð.

2. Ó, kom, ó, kom til hans, sem kallar þig svo blítt.
Í faðmi frelsarans þú finnur skjól svo hlýtt.
Hans blóð er lífsins lind, sem laugar burtu synd.
Ég flyt míns konungs friðarboð.

3. Í dimmum táradal er döpur neyð og rýrð,
í heiðum himinsal skín heilög morgundýrð.
Öll Guðs börn gleðjast þar um aldir eilífðar.
Ég flyt míns konungs friðarboð.

E. T. Cassel – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi