Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég þekki þá gleði

1. Ég þekki þá gleði, sem guðleg og hrein
mér geislar í hjarta og sál.
Á ævinnar morgni, sem ársól hún skein
mig yfir og tendraði bál.

Kór: Ó, syng með mér óðinn um sonar Guðs blóð
það sálinni veitir Guðs frið.
Í kvalanna glóð, hann í stað minn þar stóð
því stend ég nú krossinn hans við,
og opið er eilífðar svið.

2. Sú gleði sem heimurinn getur ei veitt,
hún grær upp við bjartari foss.
Því aldrei fær nokkuð um eilífð því breytt,
er ávinnst við frelsarans kross.

3. Ef gæti ég sagt þér, hvað gerðist þann dag,
er Guðs sonur tók mína synd.
Þá ómaði sál þinni unaðarlag
við eilífa fagnaðarlind.

Ásmundur  Eiríksson.

Hljóðdæmi