Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Bænastarf

Fjölbreytt bænastarf

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, 
knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða."  
Lúkas 11:19

Við höfum trú á bæninni og vitum að bænin skiptir máli.

Guð svarar bænum og fjölmargir í kirkjunni geta sagt sögur af

því hvernig þau hafa fengið bænasvör.



Fyrirbæn: 

Eftir flestar samkomur í kirkjunni er boðið upp á fyrirbæn fyrir þá sem vilja.

Einnig er hægt að hringja í bænasímann 535-4711 frá kl.11-13 á sunnudögum.


Hægt er að fá fyrirbæn fyrir hverju því sem fólki liggur á
hjarta.


Bænastundir: 

Bænastundir kirkjunnar eru á mánudögum kl. 17:00


Bænaherbergi:

Sjá hér að neðan

Bænaherbergið

Á neðstu hæð Fíladelfíu er bænaherbergi sem er eingöngu hugsað fyrir bæn.
 
Hægt er að fara hvenær semer sólarhringsins, alla daga ársins og biðja í herberginu.

 Herbergið er mjög notalegt og góð aðstaða er fyrir hendi.

Herbergið hefur sér inngang og svæðið er aðskilið frá öðrum hlutum hússins.  

Til að skrá þig á tíma getur þú smellt á hnappinn hér að neðan.