Aðalfundur 2021 - 26. maí

English below

Reykjavík 11. maí 2021

Kæru vinir

Með bréfi þessu er boðað til aðalfundar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.
Fundurinn fer fram í aðalsal kirkjunnar miðvikudaginn 26. maí klukkan 18:00.
Á aðalfundinum er farið yfir hvernig starf kirkjunnar gengur, fjárhagsstaða kirkjunnar kynnt og
ársreikningur lagður fram til samþykktar. Allir safnaðarmeðlimir Fíladelfíu hafa rétt til fundarsetu og atkvæðisrétt.

Öldungar þurfa að endurnýja umboð sitt á þriggja ára fresti og að þessu sinni er komið að Dögg
Harðardóttur og Sveinbirni Gizurarsyni sem kosið verður um til áframhaldandi setu í öldungaráði.

Fulltrúar í rekstrarráði sitja í tvö ár og Guðjón Hafliðason og Hrönn Kristinsdóttir sækjast eftir
endurnýjuðu umboði að þessu sinni.

Dagskrá fundar verður eins og hér segir:

1. Fundur settur og kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrslur stjórnar og öldungaráðs
3. Ársreikningur lagður fram
4. Umræður um skýrslur og ársreikning
5. Kynning á rekstraráætlun
6. Kosningar:

- Kosið um Dögg Harðardóttur sem öldung til þriggja ára
- Kosið um Sveinbjörn Gizurarson sem öldung til þriggja ára
- Kosið um Guðjón Hafliðason til setu í rekstrarráði til tveggja ára
- Kosið um Hrönn Kristinsdóttur til setu í rekstrarráði til tveggja ára
- Kosning endurskoðenda eða skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál

Með bestu kveðju,
Helgi Guðnason og Aron Hinriksson


Reykjavik, May 11th 2021
Dear friends

With this letter we announce that the annual congregational meeting of Filadelfia will take place
Wednesday May 26th at 18:00. The meeting will take place in the main sanctuary.
In the meeting the leadership will report on how the church is doing, the financial report for 2020 will be presented as well as the most current figures. Attendance and voting is open to members of the congregation registered on the church roll.

Elders are elected to serve three years at a time, after the three years, if they wish to continue in
their roll, they need to be elected again. Two of our elders are now standing for re-election,
Dögg Harðardóttir and Sveinbjörn Gizurarson.
Members of the financial board are elected for two years at a time and this year Gudjon
Haflidason and Hrönn Kristinsdóttir are both standing for re-election.

The agenda for the meeting is as follows:
1. Meeting opening, election of chairperson and secretary of the meeting.
2. Reports of Board and elderboard
3. Presentation of financial report
4. Discussions concerning the reports.
5. Presentation of budget/financial direction
6. Voting
- Voting on Dögg Harðardóttir as elder for three years
- Voting on Sveinbjörn Gizurarson as elder for three years
- Voting on Guðjón Hafliðason for the financial board for two years
- Voting on Hronn Kristinsdóttir for the financial board for two years
- Voting of accountant or elected reviewers of accounts
7. Other

Best regards
Helgi Guðnason and Aron Hinriksson

Recent

Archive

Categories

Tags